Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lars Løkke Rasmussen segir skilið við Venstre

01.01.2021 - 22:51
Mynd með færslu
 Mynd: TV2
Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi formaður Venstre hefur sagt sig úr flokknum. Hann birti yfirlýsingu þess efnis á samfélagsmiðlum í kvöld.

Lars Løkke sem er fyrrverandi forsætisráðherra hafði verið félagi í Venstre um 40 ára skeið og segir ákvörðun sína ekki hafa verið auðvelda.

Med lyst og mod til at møde den ny verden, der står foran os, men naturligvis også iblandet vemod, har jeg her til nytår...

Posted by Lars Løkke Rasmussen on Föstudagur, 1. janúar 2021

Á vef danska ríkisútvarpsins segir að orð Løkkes í yfirlýsingu hans á Facebook bendi til að ákvörðun formannsins Jakobs Elleman-Jensen að Inger Støjberg hætti sem varaformaður hafi meðal annars orðið til þess að Løkke ákvað að yfirgefa flokkinn nú.

Hann verður áfram þingmaður en utan flokka.