Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Kerti í stað flugelda á Seyðisfirði

01.01.2021 - 01:47
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Birkir Þorsteinsson - Aðsend mynd
Til að kveðja árið 2020 og fagna 2021 röðuðu Seyðfirðingar kertum á vegghleðslu umhverfis Lónið við ósa Fjarðarár, handan regnbogagötunnar í miðjum bænum.

Til stóð að fleyta kertum á Lóninu en þar sem það er ísi lagt var ákveðið að raða kertum umhverfis það í staðinn. Nánast ekkert var um flugelda að sögn Sigurðar Birkis Þorsteinssonar íbúa í bænum.

Ljómandi veður er á Seyðisfirði en ögn kalt að sögn Sigurðar. Hann segir íbúa bæjarins fagna því að enginn fórst í aurflóðunum miklu í desember en unnið sé af  krafti við hreinsunarstarf og verið sé að moka vegi.