Að sögn Ingva Þórs Hákonarsonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, þá virtist eldurinn vera í kringum svalirnar á íbúðinni. Rúður sprungu og eldurinn var farinn að teygja sig inn. Karlmaður og kona voru sofandi inni í íbúðinni en vöknuðu þegar rúðurnar sprungu. Ingvi Þór segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn, sem ekki barst milli hæða, og að ekki hafi þurft að rýma blokkina. Íbúðin er töluvert mikið skemmd. Ekki vitað hver eldsupptök voru.
Víkurfréttir greindu frá eldsvoðanum á Facebook snemma í morgun og birtu myndband af slökkvistarfinu. Myndband Víkurfrétta má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.