Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Daði Freyr á toppi Rásar 2 árið 2020

Mynd með færslu
 Mynd: Baldur Kristjánsson - RÚV

Daði Freyr á toppi Rásar 2 árið 2020

01.01.2021 - 16:00

Höfundar

Lovísa Rut tekur saman vinsælustu lögin á Rás 2 árið 2020 í þættinum Árslistinn sem er á dagskrá á nýársdag.

Árið 2020 er nú að baki. Þetta var strembið ár að mörgu leyti en ýmislegt átti sér stað í tónlistinni. Gróskumikið ár þrátt fyrir hindranir, mikil útgáfa á íslenskri tónlist og reyndar bara um allan heim. Af allri tónlist sem leikin var á Rás 2 voru 69% íslensk. Lagið sem átti að vera framlag okkar til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2020, lagið Think About Things, trónir á toppnum. 

Daði Freyr og Gagnamagnið eru í efsta sætinu á árslista Rásar 2 fyrir nýliðið ár. Lagið Think About Things rataði á vinsældalista Rásar 2 um miðjan mars og sat á honum í heilar 11 vikur. Lagið var þar að auki valið á topp 10 lagalista Times og er þar í sjötta sæti. Daði Freyr er með tvö lög á árslistanum, lag hans Where We Wanna Be er í 39. sæti.

Í öðru sæti á samantektarlistanum er söngkonan GDRN með lagið Af og til og í því þriðja er lagið Esjan með Bríeti. Fleiri einkennandi lög voru á listanum, samkomubannskóngurinn Helgi Björns og lagið hans Það bera sig allir vel, Bogomil Font og þvottalagið Þvo sér hendur, endurkoma Sólarsömbunnar, Í kvöld er gigg og ýmislegt fleira. Listinn nær frá 1. janúar til 31. desember 2020.

Árslistinn 2020

1. Daði Freyr (Daði og Gagnamagnið) –Think About Things
2. GDRN – Af og til
3. BRÍET – Esjan
4. Hipsumhaps – Bleik ský
5. Ásgeir – Lazy Giants (Upp úr moldinni)
6. Jón Jónsson – Dýrka mest
7. Sigrún Stella – Sideways
8. Moses Hightower – Stundum
9. Warmland – Superstar Minimal
10. The Weeknd – Blinding Lights
11. Harry Styles –Adore You
12. Celeste – Stop This Flame
13. GDRN – Vorið
14. Auður – I. Ljósinkveikt
15. GÓSS – Sólarsamba
16. Ásgeir - (Hringsól) Until Daybreak
17. Kaleo – I Want More
18. Myrkvi – Sér um sig
19. Tómas Welding og ELVA –Lifeline
20. KK – Þetta lag er um þig
21. Dua Lipa – Physical
22. Helgi Björnsson – Það bera sig allir vel
23. GDRN feat. Birnir – Áður en dagur rís
24. Of Monsters And Men –Visitor
25. Stuðmenn – Elsku vinur
26. Of Monsters And Men – Soothsayer
27. Coldplay –Champion Of The World
28. Bubbi & Hjálmar – Þöggun
29. King Princess – Ain't Together
30. Bakar – Hell N Back
31. Auður, Mezzoforte og Hljómskálinn – Hún veit hvað ég vil
32. Coney Island Babies –Swirl
33. St. Francis Hotel feat. Portugal. The Man – Milkshake
34. Hera – Process
35. Kristín Sesselja – What Would I Do Without You?
36. Mugison & GDRN – Heim
37. Black Pumas – Colors
38. Á móti sól – Nýjar syndir
39. Daði Freyr – Where We Wanna Be
40. Kiriyama Family – Every Time You Go
41. Of Monsters And Men – Circles
42. Hjálmar – Segðu já
43. Khruangbin og Leon Bridges – Texas Sun
44. BRÍET – Rólegur kúreki
45. Bubbi Morthens – Skríða
46. Taylor Swift – Cardigan
47. Glowie – Unlovable
48. Nýdönsk – Örlagagarnið
49. Elín Ey – Ljósið
50. Oscar Leone – Take The Seasons
51. BENEE feat. Gus Dapperton – Supalonely
52. The Weeknd – In Your Eyes
53. Hljómskálinn feat. Salka Sól, Arnar Freyr, Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir – Ég veit það
54. Herra Hnetusmjör – Stjörnurnar
55. Bubbi Morthens – Sól rís
56. Dream Wife – Temporary
57. Tryggvi – Paco
58. Arlo Parks – Black Dog
59. Ezekiel Carl & PALMI – Líður svo vel
60. Elísabet – Sugar
61. Justin Bieber feat. Quavo – Intentions
62. Eyþór Ingi og Lay Low – Aftur heim til þín
63. BRÍET – Ómissandi fólk
64. Ragnar Ólafsson – Southern Nights
65. Bogomil Font og Flís – Þvo sér hendur
66. Billie Eilish – No Time To Die
67. Jason Mraz – Look For The Good
68. Inspector Spacetime – Teppavirki
69. Ingó Veðurguð – Í kvöld er gigg
70. Red Barnett – Astronauts
71. Warmland – Family
72. Miley Cyrus – Midnight Sky
73. Skuldpadda – Wild Card
74. Brittany Howard – Stay High
75. Gyda – Andstæður
76. Páll Óskar – Djöfull er það gott
77. Lexzi – Bang Bang
78. Ásgeir – Minning
79. Freya Ridings – Love Is Fire
80. Durand Jones og The Indications – Young Americans
81. Beabadoobee – Worth It
82. Hjaltalín – Needles and Pins
83. Auður feat. Flóni – Týnd og einmana
84. Daði – Family Man
85. Hjálmar – Yfir hafið
86. Eivør – Sleep On It
87. Kristín Sesselja – Earthquake
88 Baggalútur – Er ég að verða vitlaus eða hvað?
89. Jordan Mackampa – What Am I
90. Baggalútur – Tíu dropar af sól
91. Sycamore Tree – Wild Wind
92. Lizzo feat. Ariana Grande – Good As Hell
93. Lianne La Havas – Bittersweet
94. Mammút – Prince
95. Taylor Swift – The Man
96. Black Pumas – I'm Ready
97. The Rolling Stones – Living In A Ghost Town
98. 200.000 Naglbítar – Núna og um framtíð alla
99. Friðrik Ómar og Jógvan – Sveitalíf
100. Two Spirits Music feat. Guðni Thor – I've Been Waiting