Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Big Ben sló til að marka útgöngu Breta

epaselect epa08913288 Big Ben strikes 23.00 hours at parliament in London, Britain, 31 December 2020. The UK has officially departed the European Union at 23.00 BST (British Standard Time) 31 December 2020.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Útganga Breta úr Evrópusambandinu varð endanlega að raunveruleika klukkan ellefu að staðartíma þar eða á miðnætti á meginlandi Evrópu. Til að marka tímamótin sló þinghúsklukkan í Westminster, Big Ben sínum dimma hljómi klukkan ellefu.

Big Ben hefur verið í viðgerð frá árinu 2017 en klukkan var sett í gang til að fagna deginum. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands gerði það einnig og sagði í áramótaávarpi sínu að Bretar hefðu nú frelsi sitt í eigin höndum sem þeir skyldu nýta sem best.

Reglur Evrópusambandsins eiga nú ekki lengur við á Bretlandseyjum eftir að aðlögunartíminn er að baki. Þrátt fyrir viðskiptasaming munu evrópskir ferðalangar nú í fyrsta sinn um áratugaskeið þurfa að bíða í röðum eftir að komast inn í Bretland. Hið sama gildir um Breta sem heimsækja ríki Evrópusambandsins.