Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Viðbótarframlag til neyðaraðstoðar í Jemen

epa08674985 A malnourished child waits to get medical attention at a health center of Bani Qais village in the western province of Hajjah, Yemen, 08 September 2020 (issued 17 September 2020). In a remote village of western Yemen, the only health center may be forced to close its doors to emaciated children as the United Nations has announced the suspension of 70 percent of health programs in war-ridden Yemen as of September 2020 due to lack of funding. Yemen's prolonged conflict has had a devastating effect on children, leaving some 10.3 million children without enough food to eat each day, including nearly 1.8 million children under the age of five who are facing acute malnutrition, according to the UN statistics.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna fær 40 milljón króna viðbótarframlag frá íslenska utanríkisráðuneytinu til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen.

Á vef ráðuneytisins kemur fram að Matvælaáætlunin veiti 13 milljónum Jemena matvælaaðstoð í hverjum mánuði og styðji eina milljón kvenna og tvær milljónir barna með meðferð gegn vannæringu.

Um 80 af hundraði Jemena þurfi á mannúðaraðstoð að halda, enda ríki þar neyðarástand vegna langvarandi stríðsástands. Öll grunnþjónusta við almenning í landinu er í molum að því er segir á vef ráðuneytisins.

Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra að fullyrða megi að hvergi í veröldinni sé meiri þörf fyrir neyðar- og matvælaaðstoð en þar.

„Vannæring er hrikalegt vandamál í Jemen, ekki síst á meðal ungra barna, og ástandið var orðið mjög slæmt í þeim efnum jafnvel áður en stríðið þar braust út," segir Guðlaugur Þór.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlaut friðarverðlaun Nóbels á þessu ári fyrir baráttu sína gegn hungri og fyrir friði á átakasvæðum. Jafnframt fyrir átak sitt til að sporna gegn því að stríðandi fylkingar noti hungur sem vopn í stríði og átökum.