Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Þórólfur – ég hef elst um meira en 15 ár

Vinir og vandamenn
 Mynd: Youtube - Skjáskot

Þórólfur – ég hef elst um meira en 15 ár

31.12.2020 - 09:24

Höfundar

Tveir, núll, tveir, núll drífðu þig út! Tveir, núll, tveir, núll, hvað varstu að spá? Svona hefst áramótalag sveitarinnar Vinir og vandamenn þar sem þeir kveðja árið sem er að líða og segja því að snauta á dyr. Meðal meðlima sveitarinnar er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem á einum stað í laginu syngur um að hann hafi elst um meira en 15 ár í ár.

Lag og texti er eftir Leif Geir Hafsteinsson og í textanum er árið 2020 skammað fyrir að hafa verið öllum til ama, en þó hafi verið ljósir punktar inn á milli og niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum nefndar sem dæmi um það.

Vinir og vandamenn boða bjartari tíð í laginu og er árið 2020 beðið um að gefa góðan byr svo næsta ár verði betra : „En áramótin koma og með þeim væntingin blíð um Boeing Max og bóluefnabirgðir. Við nennum ekki í annað svona kórónustríð - æ viltu gefa okkur góðan byr?“

Að lokum er komandi ár hvatt til að koma sem fyrst: „Tveir, núll, tveir, einn drífðu þig inn - þú getur ekki orðið mikið verra. Tveir, núll, tveir, einn, ég tilhlökkun finn,“ syngja Vinir og vandamenn.

Tengdar fréttir

Innlent

Veira, jarðskjálftar, snjóflóð, aurskriður og óveður

„Árið 2020 var hroðalegt, erfitt og krafðist úthalds“

Telur að hömlurnar fjúki í febrúar á ári fjölskyldunnar