Lag og texti er eftir Leif Geir Hafsteinsson og í textanum er árið 2020 skammað fyrir að hafa verið öllum til ama, en þó hafi verið ljósir punktar inn á milli og niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum nefndar sem dæmi um það.
Vinir og vandamenn boða bjartari tíð í laginu og er árið 2020 beðið um að gefa góðan byr svo næsta ár verði betra : „En áramótin koma og með þeim væntingin blíð um Boeing Max og bóluefnabirgðir. Við nennum ekki í annað svona kórónustríð - æ viltu gefa okkur góðan byr?“
Að lokum er komandi ár hvatt til að koma sem fyrst: „Tveir, núll, tveir, einn drífðu þig inn - þú getur ekki orðið mikið verra. Tveir, núll, tveir, einn, ég tilhlökkun finn,“ syngja Vinir og vandamenn.