Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Leitarhundur fann engan í bænum Aski

31.12.2020 - 04:44
epa08910835 A handout photo made available by Norwegian Rescue Service shows the view from a rescue helicopter over the area of landslide in the village Ask, some 40 km north of Oslo, Norway, 30 December 2020. According to the police at least five people were injured and several people are still missing after a big landslide hit a residential area in the village of Ask.  EPA-EFE/NORWEGIAN RESCUE SERVICE HANDOUT NORWAY OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - NTB/NORWEGIAN RESCUE SERVICE
Leitarhundur sem látinn var síga niður úr þyrlu í leit að fólki sem gæti legið undir rústum húsa í bænum Ask í Noregi varð einskis var. Upphaflega stóð til að senda hundinn einan af stað en úr varð að þjálfari og björgunarsveitarmaður fóru einnig inn á svæðið.

„Leit innan um rústir á skriðusvæðinu skilaði ekki árangri,“ skrifaði lögregla Twitter rétt eftir klukkan sex að staðartíma í morgun. Frá þessu er greint á vef Verdens Gang. Enn er því tíu saknað rúmum sólarhring eftir að landið rann undan bænum í mikilli skriðu. Enn ríkir bjartsýni um að fólk finnist á lífi að sögn björgunarfólks á staðnum.

Fréttin var uppfærð kl. 6:17