
Hjúkrunarfræðingar ávísa pillunni frá og með áramótum
Guðbjörg segir að þetta muni eiga við um þá hjúkrunarfræðinga sem starfa þar sem kvenlækninga- eða fæðingaþjónusta er veitt.
„Við erum eftirbátar margra annarra landa til áratuga og jafnvel okkar nágrannalanda þar sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa tekið þátt í svona lyfjaávísunum og annars konar lyfjaávísunum líka,“ segir Guðbjörg.
Hún segir að alþjóðlegar úttektir sýni góða reynslu á útvíkkuðu starfssviði hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. „Fjölmargar rannsóknir hafa meðal annars sýnt að fram á öryggi og gæði þjónustunnar og það er nú það sem kannski helst hefur verið gagnrýnt en samkvæmt þessum rannsóknum á það ekki við rök að styðjast. Og jafnvel það að þessi þjónusta sé ekki síðri en sambærileg þjónusta hjá læknum, jafnvel betri sökum hversu skilvirk og hagkvæm hún er. Við erum með heilmikið af sóknartækifærum til að veita ennþá betri þjónustu hérna á Íslandi en við erum að gera í dag.“