Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Hamilton sleginn til riddara

31.12.2020 - 01:17
epa08821614 British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes-AMG Petronas celebrates after winning the race and the 7th Formula One Championship at the 2020 Formula One Grand of Turkey at the Intercity Istanbul Park circuit, Istanbul, Turkey, 15 November 2020.  EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU / POOL
 Mynd: EPA
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var aðlaður í dag en árið 2020 reyndist honum gjöfult á kappakstursbrautinni. Hann varð í sjöunda skiptið heimsmeistari í Formúlu eitt kappakstri á þessu ári og jafnaði þannig met Michaels Shchumachers yfir fjölda titla.

Auk þess hefur Hamilton, sem er 35 ára, verið ötull talsmaður mannréttinda og jafnréttis. Hann hefur legið undir nokkru ámæli vegna þess að hann er búsettur í Mónakó og komist þannig hjá að greiða háa skatta.

Hamilton hefur ætíð sagt greiða dágóða fjárhæð til breska ríkisins. Fjöldi þingmanna hvatti Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í síðasta mánuði til þess að stuðla að því að Hamilton hlyti nafnbótina sem honum var veitt í dag.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV