Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Bangsaleit, kófið og maður ársins

Mynd: Heiða Dögg Liljudóttir / Facebook

Bangsaleit, kófið og maður ársins

31.12.2020 - 10:40

Höfundar

Kófið, bangsaleit, þríeykið og sýnatökupinni eru allt orð sem mörgum Íslendingum vöru töm á árinu. Kosning á orði ársins stendur enn yfir og þarf ekki að koma á óvart að öll orðin sem kosið er um tengjast á einn eða annan hátt kórónuveirufaraldrinum sem setti mark sitt á heimsbyggðina á árinu.

Tilkynnt verður hvaða orð verður fyrir valinu í Víðsjá 6. janúar. 

Þau orð sem hlutu kosningu undanfarin ár eru hamfarahlýnun, kulnun, klausturfokk, epalhommi, hrútskýring og fössari.

Þá stendur enn yfir kosning á manni ársins 2020. Framlínufólk í kórónuveirufaraldrinum setur einnig svip sinn á þá sem tilnefndir voru af hlustendum RÚV.

Upplýst verður hver hlýtur titilinn í Sunnnudagssögum á Rás tvö þann 3. janúar að loknum hádegisfréttum.

Sigmar Guðmundsson ræðir svo við manneskju ársins í sjónvarpi að loknum kvöldfréttum á sunnudaginn. 

Tengdar fréttir

Mannlíf

Hver er manneskja ársins 2020?

Íslenskt mál

Veldu orð ársins 2020

Íslenskt mál

Hamfarahlýnun er orð ársins 2019