
Viðskiptasamningur undirritaður í dag
Að því búnu verður flogið með samninginn til Lundúna þar sem Boris Johnsson forsætisráðherra undirritar hann af hálfu Breta. Samningurinn tekur gildi á miðnætti gamlársdags eða klukkan 23 að kvöldi í Bretlandi.
Báðar deildir þingsins þurfa því að hafa hraðar hendur við að ræða og staðfesta lög um framtíðarsamskiptin við Evrópusambandið. Á nýársdag lýkur 48 ára dvöl Bretlands innan Evrópusambandsins sem hófst 1. janúar 1973. Sama dag gengu Danir og Írar í sambandið sem taldi þá níu ríki.
Breska þingið samþykkti inngönguna árið áður án þess að gengið væri til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá háttur var þó hafður á í Danmörku og á Írlandi. Í júní 2016 ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið, með 52% atkvæða.
Við tók ríflega þriggja ára átakatímabil þegar tekist var á um framtíðarsamskipti Breta og sambandsins, sem nú virðast til lykta leidd.