Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Verðandi þingmaður látinn af völdum COVID-19

epa07962616 Speaker of the House Nancy Pelosi speaks to the news media before presiding over the House vote on a resolution formalizing the impeachment inquiry on the House floor in the US Capitol in Washington, DC, USA, 31 October 2019. Speaker Pelosi opened an impeachment inquiry led by three congressional committees in response to a whistleblower's complaint that US President Donald J. Trump requested help from the President of Ukraine to investigate his political rival Joe Biden.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Luke Letlow, nýkjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd Repúblikanaflokksins, lést af völdum Covid-19 í gær. Til stóð að hann tæki við embætti næstkomandi sunnudag.

Letlow var 41 árs, frá Louisiana, og er fyrsti bandaríski þingmaðurinn til að deyja af völdum sjúkdómsins. Hann tilkynnti 18. desember síðastliðinn að hann hefði greinst með veiruna og kvaðst vera í sóttkví heima hjá sér.

Þremur dögum síðar var hann lagður á sjúkrahús þar sem hann andaðist. Á mánudagskvöld höfðu tæplega 20 milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 340 þúsund látist.