Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vélhjólamaður féll í Hafravatn

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Maður á vélhjóli féll í Hafravatn síðdegis er hann ók á ísi lögðu vatninu sem gaf sig. Óskað var aðstoðar slökkviliðs en manninum tókst að koma sér á þurrt land áður en það kom á vettvang.

Vélhjólamaðurinn var nokkuð kaldur og hrakinn eftir fallið og fluttur á Landspítalann til aðhlynningar en slasaðist ekki alvarlega. Slökkviliðsmönnum tókst síðan að ná vélhjólinu úr Hafravatni.

 

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV