Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Öflugir eftirskjálftar og ótti um frekari eyðileggingu

30.12.2020 - 19:04
Kröftugir eftirskjálftar urðu í Króatíu í dag, eftir skjálfta upp á 6,4 í gær þar sem í það minnsta sjö létust.

Fjölmargir íbúar í bænum Petrinja, sem varð einna verst úti, sváfu utandyra í nótt. Hús þeirra voru annaðhvort hrunin eða fólkið óttaðist eftirskjálfta og frekari eyðileggingu.

Björgunarsveitir frá öllum héruðum Króatíu hafa sinnt björgunarstarfi í dag.  Sterkasti eftirskjálftinn mældist 4,7 að stærð.