
Njósnarinn Pollard kominn til Ísrael
Pollard, sem er 66 ára, var látinn laus árið 2015 en reglur um reynslulausn urðu til þess að hann gat sig hvergi hreyft. Ísraelsstjórn kallaði þó mjög eftir að hann fengi að flytja þangað.
„Þið eruð komin heim,“ sagði Netanjahú um leið og hann rétti Pollard og Ester, eiginkonu hans, ísraelsk skilríki við komuna til Ísrael í morgun. Pollard kvaðst mjög glaður yfir því hvernig komið væri og að hann vonaðist til að þau hjón yrðu nýtir borgarar nýja heimalandsins.
Þau væru mjög þakklát forsætisráðherranum og öllum þeim öðrum sem hefði gert þeim kleift að setjast þar að.
Hverjum og einum sem til Ísraels kemur er gert að dvelja í tíu daga sóttkví en strangar samkomutakmarkanir eru í gildi í landinu. Ekkert hefur komið fram hvort Pollard-hjónin verði undanþegin sóttkvíarskyldunni.