Lagarfoss varð aflvana úti á rúmsjó, um 239 sjómílur suðvestur af Garðskaga um hádegisbil á sunnudag, eftir að vél þess bilaði á siglingu til Kanada.
Viðgerð um borð bar ekki árangur og var því kallað eftir aðstoð varðskips Landhelgisgæslunnar. Vel gekk að koma taug á milli skipanna. Veður var gott og heimferðin gekk betur og hraðar en reiknað var með.