Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Á þriðja tug féllu í sprengjuárás í Jemen

30.12.2020 - 13:34
People run after an explosion at the airport in Aden, Yemen, shortly after a plane carrying the newly formed Cabinet landed on Wednesday, Dec. 30, 2020. No one on board the government plane was hurt but initial reports said several people at the airport were killed.  (AP Photo)
 Mynd: AP
Að minnsta kosti 26 létust og tugir særðust þegar sprengjum var varpað í dag á flugvöllinn í hafnarborginni Aden í Jemen. Skömmu fyrir árásina lenti þar flugvél sem kom frá Sádi Arabíu með ráðherra í nýrri ríkisstjórn landsins.

Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur eftir sjónarvottum að ráðherrarnir, þar á meðal Maeen Abdulmalik forsætisráðherra, hafi verið fluttir í skjól í forsetahöllina í Aden.

Samkomulag um hina nýju ríkisstjórn Jemens náðist í Sádi-Arabíu 18. desember. Að henni standa fráfarandi stjórn sem viðurkennd var á alþjóða vettvangi og aðskilnaðarsinnar í suðurhluta landsins.