Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þór og Lagarfoss á leið í land

29.12.2020 - 12:22
Þór sækir Lagarfoss
 Mynd: Landhelgisgæslan - Ljósmynd
Varðskipið Þór er nú komið með flutningaskip Eimskips, Lagarfoss, í tog áleiðis til Reykjavíkur. Lagarfoss varð aflvana úti á rúmsjó, um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga um hádegisbil í fyrradag, eftir að aðalvél þess bilaði á siglingu til Kanada. Viðgerðir um borð báru ekki árangur og var því kallað eftir aðstoð varðskipsins sem lagði af stað í fyrrakvöld. Engin hætta stafaði að skipverjum Lagarfoss.

Þór var kominn á staðinn um klukkan tvö í nótt, vel gekk að koma taug á mili skipanna og á fjórða tímanum í nótt var varðskipið komið á stefnu til Reykjavíkur með Lagarfoss í togi, að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Hann segir að veður sé með ágætum, ferðin gangi vel og að búast megi við að skipin verði komin til hafnar á gamlársdag.

 

Þór sækir Lagarfoss
 Mynd: Landhelgisgæslan - Ljósmynd
Þór sækir Lagarfoss
 Mynd: Landhelgisgæslan - Ljósmynd
Þór sækir Lagarfoss
 Mynd: Landhelgisgæslan - Ljósmynd
Þór sækir Lagarfoss
 Mynd: Landhelgisgæslan - Ljósmynd
Þór sækir Lagarfoss
 Mynd: Landhelgisgæslan - Ljósmynd
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir