Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Stór skjálfti í Króatíu — Slóvenar loka kjarnorkuveri

29.12.2020 - 12:20
Mynd með færslu
 Mynd: Rauði krossinn
Öflugur jarðskjálfti, 6,4 að stærð, reið yfir Króatíu nú um klukkan hálf tólf. Fregnir hafa borist af því að hús hafi hrunið í bænum Petrinja um miðbik landsins

Skjálftinn fannst einnig vel í höfuðborginni Zagreb, um fimmtíu kílómetrum norðar, þar sem skelfing greip um sig meðal íbúa. Skjálftinn fannst í nágrannalöndum eins og Slóveníu, sem ákvað í kjölfarið að loka kjarnorkuveri nærri landamærum að Króatíu í varúðarskyni.

Þetta er mun stærri skjálfti en varð á sama svæði í gær, en hann var 5,2 að stærð en olli litlu tjóni í Króatíu þó hann hafi fundist víða.