Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Lést á Landspítala vegna COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd:  - Pexels
Einn sjúklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum. Þar með hafa 29 látist í farsóttinni hér á landi, þar af 19 í þriðju bylgju faraldursins. Flest andlátin má rekja til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október. Sá sem lést í nótt tengist ekki hópsýkingunni á Landakoti, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV