Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Fálkaorðan í ár verður veitt í einkaathöfn

29.12.2020 - 14:47
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Ólason - Facebook
Orðuveiting forseta Íslands á nýársdag verður með breyttu sniði um þessi áramót vegna sóttvarnareglna. Í stað hefbundinnar athafnar, þar sem allir þeir sem veita á orður koma saman á Bessastöðum, verður nú sérstök athöfnþar fyrir hvern og einn. Þá mun hefðbundin nýársmóttaka forseta Íslands falla niður í ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Þar segir að orðuveitingin hefjist klukkan 14:15 á nýársdag. „Vegna reglna um sóttvarnir verður sérstök athöfn fyrir hvern orðuþega og mun hinn síðasti mæta til Bessastaða kl. 17:30. Í kjölfarið mun listi þeirra einstaklinga sem sæmdir verða fálkaorðu á nýársdag 2021 birtast á heimasíðu embættisins, forseti.is.,“ segir í tilkynningunni.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir