Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Upplýsingafundi frestað til morguns vegna komu bóluefna

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis, sem fyrirhugaður var í dag, hefur verið frestað til morguns vegna komu bóluefnis Pfizer/BioNTech til landsins.

 

Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þríeykið; þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson  yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er vant við látið, en þau taka á móti bóluefninu auk Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Fundirnir hafa undanfarna mánuði verið haldnir á mánudögum og fimmtudögum og var síðasti fundur fyrir viku síðan.