Undirbýr fyrstu einkasýninguna

Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV/Landinn

Undirbýr fyrstu einkasýninguna

28.12.2020 - 08:26

Höfundar

Það er í nógu að snúast hjá hinum unga og efnilega listamanni, Sindra Ploder, núna í lok árs. Hann er nefnilega að undirbúa fyrstu einkasýninguna sem verður í Listasal Mosfellsbæjar frá 8. janúar.

Sindri hefur komið víða við á sínum ferli, hann hefur tekið þátt í sýningum Listar án landamæra og átt í samstarfi við aðra listamenn í ýmsum verkefnum. Meðal annars voru verk hans notuð í sviðsmyndina í uppfærslu tékknesks leikhóps byggðri á Skuggabaldri eftir Sjón.

Fljótur að þróa sinn einstaka stíl

„Hann er búinn að teikna og lita á allt sem hann hefur komist í síðan hann var smástrákur. Servíettur í flugvélum, aftan á reikninga og hvað sem er,“ segir Svafa Arnardóttir, móðir Sindra. „Fljótlega fór hann að þróa sinn einstaka stíl sem hann hefur haldið en samt farið með í mismunandi áttir og á mismunandi efnivið,“ sagir Svafa. 

Landinn hitti Sindra Ploder í sínum árlega jólaþætti.