Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fólk þusti út úr húsum eftir jarðskjálfta í Króatíu

28.12.2020 - 08:54
epa08903105 Citizens walk in the almost empty Croatian capital Zagreb, 24 December 2020 on Christmas Eve. After an increase in the number of infected and deceased by pandemic SARS COV-19 in Croatia, last weekend Croatian authorities decided to activate more lockdowns in all the country.  EPA-EFE/ANTONIO BAT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jarðskjálfti, 5,2 að stærð, varð í Króatíu í morgun en upptök hans eru rakin fimmtíu kílómetra suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Hann fannst vel í borginni, en hann reið yfir rétt fyrir klukkan hálf sex að staðartíma.

Eftirskjálfti, 4,9 að stærð, fannst einnig vel. Í Pokupsko, héraðinu þar sem skjálftinn átti upptök sín, þusti fólk út úr húsum sínum. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en sjáanlegt tjón er á mannvirkjum á svæðinu.

Í mars reið annar skjálfti yfir í grennd við Zagreb sem var 5,3 að stærð. Þá lést einn og tuttugu og sjö slösuðust. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV