Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrír friðargæsluliðar SÞ felldir í Miðafríkulýðveldinu

epa00780451 United Nations peacekeepers from the Indian Army on an armored personnel carrier during a night patrol in Sake, Democratic Republic of the Congo, Monday, 24 July, 2006. Thousands of soldiers are stationed in the country as part of the largest
 Mynd: EPA
Sveitir vopnaðra vígamanna drápu í gær þrjá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Miðafríkulýðveldinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. „Þrír friðargæsluliðar frá Búrúndí voru felldir og tveir til viðbótar særðir“ í árásum óþekktra vígamanna í landinu sunnanverðu og um miðbik þess, segir í tilkynningunni.

Vígamennirnir réðust til atlögu daginn eftir að fulltrúar óformlegs bandalags stærstu uppreisnarhópa Miðafríkulýðveldisins tilkynntu að þeir hygðust falla frá gildandi vopnahléssamkomulagi. Samið var um vopnahléið í aðdraganda þingkosninganna sem haldnar verða í landinu á morgun, sunnudag, eftir margra mánaða róstur og vígaferli.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV