
Norðanstormur og gul viðvörun á landsvísu
Suðurland - 00:00 - 21:00
Norðan stormur eða rok, 18 - 28 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundi yfir 35 m/s. Getur verið varasamt að vera á ferðinni og afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Faxaflói - 07:00 - 17:00
Norðan stormur, 20 - 25 m/s, einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundi yfir 30 m/s. Getur verið varasamt að vera á ferðinni og afmarkaðar samgöngutruflair líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Strandir og Norðurland vestra - 00:00 - 03:00, 28. des
Norðan og norðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Talsverð snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum, en rigning á láglendi. Samgöngutruflanir líklegar og fólki er bent á að sýna varkárni.
Breiðafjörður - 08:00 - 15:00
Norðan stormur eða rok, 20 - 25 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundi yfir 30 m/s, einkum á Barðaströnd. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Vestfirðir 00:00 - 01:00, 28. des
Norðan og norðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir líklegar og fólki er bent á að sýna varkárni.
Norðurland eystra - 00:00 - 03:00, 28. des
Norðan og norðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Talsverð snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum, en rigning á láglendi. Samgöngutruflanir líklegar og fólki er bent á að sýna varkárni.
Austurland að Glettingi 00:00 - 04:00, 28. des
Norðan og northaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Talsverð snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum, en rigning á láglendi. Samgöngutruflanir líklegar og fólki er bent á að sýna varkárni.
Austfirðir - 00:00 - 21:00
Norðan og norðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s, með rigningu á láglendi en snjókomu til fjalla. Úrkoman byrjar sem snjókoma, skiptir yfir í rigningu og fer svo aftur í snjókomu um kvöldið. Búast má við 15-20 mm af rigningu á um 6 tímum á Seyðis- og Eskifirði. Talsverð snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum. Samgöngutruflanir líklegar og fólki er bent á að sýna varkárni
Suðausturland 22:00 - 05:00, 29. des
Norðan stormur eða rok, 20 - 28 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll staðbundið yfir 35 m/s, einkum í Mýrdal og í Öræfum, sem geta verið hættulegar fyrir vegfarendur Búast má við samgöngutruflunum og sandfoki og eru afmarkaðar lokanir á vegum líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.
Miðhálendið 02:00 - 02:00, 28. des
Norðan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 20 - 28 m/s. Búast má við staðbundnum vindhviðum yfir 35 m/s. Einnig má búast við talsverðri eða mikilli snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og mjög lélegu skyggni. Aðstæður fyrir ferðamenn geta verið varhugaverðar eða hættulegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám