Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Kínversk yfirvöld rannsaka starfsemi Alibaba

epa04668165 A logo of the Alibaba Group at CeBIT computing and IT trade fair in Hanover, Germany, 16 March 2015.  EPA/MAURITZ ANTIN
 Mynd: EPA
Kínversk yfirvöld rannsaka nú póstverslunarrisann Alibaba Group, vegna grunsemda um að fyrirtækið hafi uppi einokunartilburði í starfsemi sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem kínverska samkeppnis- og viðskiptaeftirlitið sendi frá sér í morgun.

Samkævmt kínverskum ríkisfjölmiðlum munu fulltrúar yfirvalda líka efna til „eftirlits- og ráðgjafarviðræðna“ við stjórnendur dótturfyrirtækis Alibaba, Ant Group, en þrjár vikur eru síðan stjórnvöld stöðvuðu fyrirhugaða hlutafjáraukningu þess á síðustu stundu.

Verð á hlutabréfum í Alibaba lækkaði um átta prósent við fréttirnar af rannsókn yfirvalda.