Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hátíðleg Páll Óskar og Monika í Fríkirkjunni

Mynd: RÚV / RÚV

Hátíðleg Páll Óskar og Monika í Fríkirkjunni

24.12.2020 - 16:00

Höfundar

Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth hörpuleikari héldu fyrstu miðnæturtónleika sína á aðfangadagskvöld árið 2002 og hafa þau haldið í þá hátíðlegu hefð nær sleitulaust síðan. Í ár er engin undantekning og nú má njóta tónleikanna heima í stofu.

Miðnæturtónleikar Páls Óskars og Moniku hafa verið svo vel sóttir í gegnum tíðina að fólk hefur þurft frá að hverfa. En að þessu sinni kemur ekki til þess. Landsmönnum gefst tækifæri til að njóta tónleika þeirra heima í stofu því þeir eru sýndir á RÚV í kvöld. Séra Hjörtur Magni flytur hugvekju og Páll Óskar og Monika flytja hátíðleg lög í Fríkirkjunni við tjörnina ásamt strengjasveit og Sönghópnum við Tjörnina.

Hér má hlýða á flutning þeirra á laginu Nóttin var sú ágæt ein. Lagið er eftir Sigvalda Kaldalóns og textinn eftir Einar Sigurðsson í Eydölum.

Miðnæturmessa í Fríkirkjunni við Tjörnina er á dagskrá í kvöld á RÚV klukkan 23:35.