Miðnæturtónleikar Páls Óskars og Moniku hafa verið svo vel sóttir í gegnum tíðina að fólk hefur þurft frá að hverfa. En að þessu sinni kemur ekki til þess. Landsmönnum gefst tækifæri til að njóta tónleika þeirra heima í stofu því þeir eru sýndir á RÚV í kvöld. Séra Hjörtur Magni flytur hugvekju og Páll Óskar og Monika flytja hátíðleg lög í Fríkirkjunni við tjörnina ásamt strengjasveit og Sönghópnum við Tjörnina.
Hér má hlýða á flutning þeirra á laginu Nóttin var sú ágæt ein. Lagið er eftir Sigvalda Kaldalóns og textinn eftir Einar Sigurðsson í Eydölum.
Miðnæturmessa í Fríkirkjunni við Tjörnina er á dagskrá í kvöld á RÚV klukkan 23:35.