Breski forsætisráðherrann Boris Johnson segir samkomulag um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem tilkynnt var fyrr í dag vera allri álfunni til hagsbóta. ESB gefur eftir 25% af fiskveiðiheimildum sínum í breskri lögsögu samkvæmt heimildum AFP.
Hann segir ríkisstjórn sína hafa staðið við öll loforð sem gefin voru fyrir bresku þingkosningarnar í fyrra. Nú geti Bretar aftur tekið stjórn á eigin málefnum.
The United Kingdom has agreed a Free Trade Agreement with the European Union.
Enn er lítið vitað um innihald samningsins sem er gríðarlega umfangsmikill. Enn á eftir að undirrita það og ljóst er að fram undan er mikil vinna beggja megin Ermarsunds þrátt fyrir að samkomulag sé í höfn.