Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Bólusetning hefst í Kosta Ríka og Mexíkó

24.12.2020 - 09:11
epa08794181 A worker performs cleaning and disinfection tasks at the Juan Santamaria International Airport, in San Jose, Costa Rica, 02 November 2020. With the total opening of its air borders and the application of specific health protocols, Costa Rica begins a new stage within the framework of the COVID-19 pandemic, to reactivate the tourism sector, one of the main drivers of its economy. After three months of a gradual opening of its air border, as of 01 November there are no more restrictions and Costa Rica will receive visitors from anywhere in the world, as long as they meet a series of requirements.  EPA-EFE/Jeffrey Arguedas
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Kosta Ríka og Mexíkó hefja bólusetningu fyrir kórónuveirunni í dag fyrst ríkja í Rómönsku-Ameríku. Fyrstu 9.750 skammtarnir af bóluefni frá Pfizer-BioNTech bárust til Kosta Ríka í gærkvöld og verður hafist handa strax í dag, hafa heilbrigðisstarfsmenn og aldraðir forgang.

Í Kosta Ríka búa um fimm milljónir manna, þar hafa 160.000 greinst smitaðir af kórónuveirunni, en ríflega 2.000 látist úr COVID-19. 

Í Mexíkó hefst bólusetning einnig í dag, en þangað hafa borist þrjú þúsund skammtar af bóluefni frá Pfizer-BioNTech. Í Chile hefst bólusetning eftir helgi, en í Argentínu bíða menn eftir að fá bóluefnið Sputnik V frá Rússum. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV