Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Bjarni Benediktsson í samkvæmi sem lögregla stöðvaði

Bjarni Benediktsson mætti á fund forseta Íslands 2. desember 2016 til að ræða valmöguleika í stjórnarmyndunartilraunum.
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur í samkvæmi í miðborg Reykjavíkur sem lögregla stöðvaði í gærkvöldi vegna gruns um brota á sóttvarnalögum.

Þetta staðfestir Bjarni á Facebook-síðu sinni. Hann og eiginkona sín hafi farið þangað að hitta vinahjón í Ásmundarsal. Hann hefði mátt gera sér grein fyrir að þar voru of margir staddir þegar þau komu og síðan hafi fólki fjölgað. Bjarni segist hafa gert mistök með því að yfirgefa ekki gleðskapinn er fleiri komu þangað. „Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ skrifar Bjarni á Facebook.

Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar óskað var eftir því í morgun.

Bjarni sagði í Facebook-færslu í mars að í baráttunni við COVID-19 skipti rétta hugarfarið öllu, að aðeins með órjúfanlegri samstöðu tækist að lágmarka skaðann af faraldrinum.

Fréttin hefur verið uppfærð.