Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Viðræður milli ESB og Bretlands standa enn yfir

23.12.2020 - 22:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Bretar hafa gefið mikið eftir í fiskveiðimálum í Brexit-viðræðum í dag til að forða því að þeir gangi úr sambandinu án samnings, að því er AFP fréttastofan hefur eftir heimildamanni sínum. Svo virðist sem enn ein ögurstundin í viðræðum fulltrúa Evrópusambandsins og Bretlands sé runnin upp.

Fregnir bárust af því í dag að samningar myndu jafnvel nást í kvöld, en slíkt hefur ekki verið tilkynnt enn. Viðræðurnar standa enn yfir. Aukinnar bjartsýni gætti í dag eftir fregnir af því að samningur væri kannski brátt í höfn og styrktist staða breska pundsins gagnvart dollara og evru. 

Aðlögunartímabili útgöngu Breta lýkur um áramót og því er allt kapp lagt á að ljúka viðræðum um viðskiptasamning. Þegar hann næst þurfa breska þingið, Evrópuþingið og þing allra aðildarríkjanna að samþykkja hann. Viðbúið er að breskir þingmenn verði kallaðir úr jólafríi ef samningar nást á næstunni.