Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mörgæsir með brostið hjarta á mynd ársins

Mynd með færslu
 Mynd: Tobias Baumgaertner - Oceanographic

Mörgæsir með brostið hjarta á mynd ársins

23.12.2020 - 15:23

Höfundar

Þær horfa á ljósin og halda um hvor aðra, mörgæsirnar á verðlaunamynd Tobiasar Baumgaertners, ljósmyndara í Melbourne í Ástralíu.

Myndin var valin mynd ársins í flokki þar sem lesendur tímaritsins Oceanographic, sem fjallar um dýralíf og náttúru hafsins, fengu að kjósa.

Verðlaunamynd Baumgaertners var tekin í Melbourne af tveimur dvergmörgæsum sem hafa misst maka sinn. Þær hafa komið sér fyrir á klettunum við St. Kilda-bryggju í Melbourne og standa og horfa á ljósin.

Dvergmörgæsir er tegund minnstu mörgæsa í heimi. Þær verða að jafnaði ekki stærri en 33 sentimetrar. Við St. Kilda-bryggju eru heimkynni um 1.400 dvergmörgæsa. Sjálfboðaliðar standa vörð um heimkynnin.

Báðar með brostið hjarta

Hinn þýski ljósmyndari Baumgaertner ritar á Instagram-síðu sína með myndinni: „Sjálfboðaliði sagði mér að hvíta mörgæsin sé eldri kona sem missti maka sinn.“ Mörgæsin til vinstri á myndinni sem er yngri og karlkyns. Hann hefur einnig misst maka sinn.

„Eftir makamissinn hittast þessar tvær mörgæsir reglulega og hugga hvort annað. Þarna standa þær klukkustundum saman og fylgjast með dansandi ljósunum í borginni,“ skrifar Baumgaertner.

Ljósmyndarinn eyddi þremur nóttum í heimkynnum dvergmörgæsanna á árinu. Á þeirri síðustu varð þessi verðlaunamynd til. Hann segir þetta hafa verið erfiðar aðstæður, enda mátti hann ekki nota neitt utanaðkomandi ljós og mörgæsirnar eru á stöðugri hreyfingu.

„Þær nudda bak hvors annars með vængjum sínum svo það var erfitt að ná þessum ramma,“ skrifar Baumgaertner.