Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Árstíðir í Fríkirkjunni - Jólin allstaðar

Mynd: Kolbrún Vaka Helgadóttir / Kolbrún Vaka Helgadóttir

Árstíðir í Fríkirkjunni - Jólin allstaðar

23.12.2020 - 13:28

Höfundar

Hljómsveitin Árstíðir hélt sína árlegu jólatónleika fyrir framan tóma Fríkirkju fyrr í desember. Tónleikarnir voru hins vegar teknir upp í heild sinni og eru Þorláksmessutónleikar Rásar 2 í ár.

Hljómsveitin hefur haldið sína árlegu tónleika síðan árið 2008 í Fríkirkjunni í Reykjavík en vegna aðstæðna gátu tónleikarnir ekki farið fram með hefðbundnum hætti í ár. Tónleikarnir voru samt sem áður teknir upp fyrir Rás 2 og eru því Þorláksmessutónleikar rásarinnar í ár.

Á tónleikunum flutti hljómsveitin bæði eigin lög sem og þekkt jólalag eftir aðra höfunda. Hér að ofan má heyra sveitina flytja Jólin allstaðar en lag og texti eru eftir Jón Sigurðsson og Jóhönnu G. Erlingsson. 

Hljómsveitina Árstíðir skipa:
Daníel Auðunsson
Gunnar Már Jakobsson
Ragnar Ólafsson

Þeim til halds og trausts á tónleikunum voru:

Unnur Jónsdóttir - Selló
Sigrún Harðardóttir - Fiðla

Tónleikarnir verða fluttir í heild sinni á Rás 2 í kvöld klukkan 22:05 og verða einnig aðgengilegir á vefnum.