Skiptum er lokið í Gretti eignarhaldsfélagi, rúmum ellefu árum eftir að það var tekið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu rúmum 30 milljörðum.
Grettir eignarhaldsfélag var í eigu Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans. Það átti um tíma stærsta hluta í Eimskip.
Þrotabúið lýsti á sínum tíma kröfu í þrotabú Björfólfs upp á rúma 24 milljarða .
Kröfur í þrotabú Björgólfs námu alls 85 milljörðum en í búinu voru eignir upp á 80 milljónir. Skiptum á búi Björgólfs lauk í maí fyrir sex árum.