Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

30 milljarða gjaldþrot hjá gömlu félagi Björgólfs

23.12.2020 - 09:26
Mynd með færslu
 Mynd: Tryggvi Aðalbjörnsson - RÚV
Skiptum er lokið í Gretti eignarhaldsfélagi, rúmum ellefu árum eftir að það var tekið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu rúmum 30 milljörðum.

Grettir eignarhaldsfélag var í eigu Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans.  Það átti um tíma stærsta hluta í Eimskip. 

Þrotabúið lýsti á sínum tíma kröfu í þrotabú Björfólfs upp á rúma 24 milljarða .

Kröfur í þrotabú Björgólfs námu alls 85 milljörðum en í búinu voru eignir upp á 80 milljónir. Skiptum á búi Björgólfs lauk í maí fyrir sex árum. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV