Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Um hundrað Seyðfirðingar mega snúa aftur heim í kvöld

22.12.2020 - 22:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Almannavarnadeild ríkslögreglustjóra hefur aflétt rýmingu af svæði neðan Múlavegar á Seyðisfirði. Afléttingin nær til um áttatíu til hundrað manns sem mega snúa aftur til síns heima. Aðstæður í Botnabrún voru skoðaðar sérstaklega í dag og er það mat Veðurstofunnar að óverulegar líkur eru á skriðu sem skapað geti hættu neðan Múlavegar.

Enn er rýming í gildi fyrir það svæði. sem almannavarnir skilgreindu sem rautt en um 190 manns búa þar.

Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings, sagði í kvöldfréttum að það væri mjög brýnt að bregðast hratt og fumlaust við næstu vikur og mánuði ekki bara við að laga gríðarlegt tjón heldur einnig til þess að byggja upp varnir og drena fjöllin sem valdi íbúum hræðslu og kvíða. „Við treystum ekki fjöllunum eftir þennan harmleik,“ sagði Hildur.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV