
Þriðji maðurinn ákærður í Lockerbie-málinu
Þess verður krafist að Masud verði framseldur svo hægt verða að rétta yfir honum í Bandaríkjunum en því er haldið fram að Masud hafi starfað að fyrirmælum Moammars Ghadafi þáverandi leiðtoga Líbíu.
Boeing 747 breiðþotan var á leið frá Lundúnum til New York þegar hún var sprengd í loft upp. Alls fórust 270, 190 þeirra voru bandarískir ríkisborgarar þar af 35 háskólanemar á leið heim í jólafrí.
Ellefu fórust á jörðu niðri þegar logandi flak þotunnar féll til jarðar en aldrei hafa fleiri farist í hryðjuverkaárás á Bretlandseyjum. Aðeins einu sinni hafa fleiri Bandaríkjamenn farist í hryðjuverkaárás framinni í flugvél.
Bill Barr, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var í sömu stöðu árið 1991 þegar tveir Líbíumenn voru ákærðir fyrir ódæðið. Hann tilkynnti ákæruna gegn Masud og sagði einskis yrði látið ófreistað við að komast að sannleikanum í málinu.
Hann kvaðst bjartsýnn á að Masud verði framseldur og fagnaði því að réttlætið næði loks fram að ganga yfir manninnum sem bæri ábyrgð á dauða fjöldmargra Bandaríkjamanna.
Iain Livingstone, ríkislögreglustjóri í Skotlandi kveður merkum áfanga náð í málinu og að áfram verði unnið náið með bandarískum yfirvöldum. Að öðru leyti taldi hann ekki við hæfi að tjá sig frekar um málið.