Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Segir forsætisráðherra ekki í neinni hættu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir enga hættu á ferðum á Seyðisfirði. Í hádeginu í dag var greint frá því að forsætisráðherra hefði borist hótun. Sigríður segir í samtali við fréttastofu að ráðherrarnir hafi verið teknir afsíðis á meðan staðan var metin eftir að hótunin barst, en lögreglan hafi fljótt komist að þeirri niðurstöðu að engin raunveruleg hætta stafaði af hótuninni.

„Þegar eitthvað er túlkað sem hótun þá er það skoðað vel og metið. Mat okkar nú er það það er engin hætta á ferðum,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki geta gefið upplýsingar um það hvaðan hótunin kom og hvað fólst í henni og segist ekki telja að nánari upplýsingar verði gefnar út um það.

Aðstoðarmaður forsætisráðherra sagði fyrr í dag að dagskrá ráðherranna fjögurra sem eru á svæðinu hefði ekki riðlast og að allt væri með kyrrum kjörum.