Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Lyfjaframboð á Íslandi gæti verið í hættu

22.12.2020 - 06:36
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um lyfjaverð kann að stefna lyfjaframboði á Íslandi í stórhættu að því er segir í frétt Morgunblaðsins í dag.

Þar kemur fram að framleiðendur og lyfjaheildsölur hafi gert margháttaðar athugasemdir við framkomin drög að reglugerðinni og telji þau beinlínis ganga gegn bókstaf og anda lyfjalaga.

Öll áhersla sé lögð á óraunhæfa aðhaldskröfu, en að lyfjaframboð með öryggi sjúklinga að leiðarljósi látið mæta afgangi. Jafnframt segir að helst hafi aðfinnslur snúið að breytingum á viðmiðunarreglum um lyfjaverð.

Nú eigi hámarksverð á Íslandi að vera lægsta verð í viðmiðunarlöndum á borð við Norðurlöndin og önnur ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Það standist ekki lög og sé til þess fallið að lyfjaframleiðendur missi áhuga á að viðhalda hér framboði lyfja. 

Fyrirsjáanlegt sé því að lyfjum fækki og að öll samkeppni öll orðið fyrir bí.