Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Gísli Jóns frá Ísafirði sendi einstaka jólakveðju

22.12.2020 - 22:12
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot
Áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns frá Ísafirði sendi Landhelgisgæslunni stórskemmtilega jólakveðju í kvöld. Þegar varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skoðuðu feril Gísla Jóns frá Ísafirði blasti við þeim jólatré.

Áhöfnin á Gísla vildi með þessu senda öllum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar jólakveðju með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

„Þetta skemmtilega framtak lýsir vel því frábæra samstarfi sem ríkir milli Landhelgisgæslu Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Við hjá Landhelgisgæslunni sendum áhöfninni á Gísla Jóns sem og öllum öðrum sjófarendum okkar bestu kveðjur,“ segir Landhelgisgæslan í jólaskapi í færslu á Facebook síðu sinni. 

Þegar varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skoðuðu feril björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði blasti þessi...

Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Tuesday, December 22, 2020

 

Við óskum sveitungum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og óskum þess að allir hafi það sem best yfir...

Posted by Björgunarskipið Gísli Jóns on Tuesday, December 22, 2020

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV