Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ríki sem loki á Breta síður með skimun á landamærum

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Þau ríki sem hafa lokað á flug frá Bretlandi eiga það flest sameiginlegt að vera ekki með skimun á landamærum. Þetta segir Landlæknir. „Það hefur breiðst mjög hratt út í Bretlandi, sérstaklega í suðausturhlutanum og orðið ráðandi þar á skömmum tíma. Bretarnir hafa áætlað að það smitist hraðar.“ 

Ekkert bendi til þess að fólk verði veikara

Eitt tilvik hefur greinst á landamærum hér, en það virðist ekki hafa náð að dreifa sér. Alma segir að nýja afbrigðið sé með óvenju margar stökkbreytingar á gaddapróteininu svokallaða sem er utan á veirunni. Hún segir ekki vísbendingar um að fólk verði veikara af því, að þeir sem fengið hafa Covid-19 geti smitast aftur eða að bóluefni virki ekki á það.

Fylgst vel með þróuninni

Þetta sé þó ákveðið áhyggjuefni. „Það er ennþá óvissa um þetta afbrigði. Þess vegna eru mörg ríki að bregðast svona við og loka fyrir flug frá Bretlandi, allavega tímabundið. Það eru þó einkum lönd þar sem ekki er skimað á landamærum,“ segir Alma.  

Með tvöfaldri skimun eins og hér er beitt, sé hættan lágmörkuð, þó auðvitað sé aðferðin ekki óyggjandi. Það á eftir að rannsaka afbrigðið betur og Alma fullyrðir að embættið fylgist vel með þróuninni. 

epa08897945 A deserted Oxford street in London, Britain, 21 December 2020. Tougher tier four coronavirus restrictions in London and parts of south east and England have come into force on 20 December.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Í miðborg Lundúna.