Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Framboð Trumps vill að Hæstiréttur snúi niðurstöðu

epa07883526 (FILE) - Former New York City Mayor Rudy Giuliani (L) poses with US President Donald J. Trump at the clubhouse of Trump International Golf Club, in Bedminster Township, New Jersey, USA, 20 November 2016 (reissued 30 September 2019). The House Committees of Foreign Affairs, Oversight, and Intelligence issued a subpoena for Rudy Giuliani, President Trump's personal lawyers, demanding that he produce communications and records related to Ukraine in connection with the impeachment inquiry.  EPA-EFE/PETER FOLEY  ALTERNATIVE CROP
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rudy Giuliani lögmaður Donalds Trump hefur fyrir hönd framboðs forsetans farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að hann snúi þremur úrskurðum um gildi póstatkvæða sem dómstóll í Pennsylvaníu-ríki kvað upp í nóvember.

Reuters fréttastofan greinir frá þessu og að krafan sneri að því að öllum viðeigandi meðulum yrði beitt til að snúa niðurstöðunni í ríkinu.

Eitt þeirra væri að gefa löggjafarþingi Pennsylvaníu heimild til að færa Trump þau tuttugu kjörmannaatkvæði sem komu í hlut Joes Biden í kosningunum. Biden hlaut 80 þúsundum fleiri atkvæði en Trump í Pennsylvaníu.

Joshua Douglas, sérfræðingur í kosningalögum og prófessor við Kentucky-háskóla, segir í samtali við Reuters að ákall framboðsins til Hæstaréttar hafi lítið gildi, og telur að því verði hafnað í snatri. Hæstiréttur vísaði kröfu Texasríkis um ógildingu úrslita kosninganna í fjórum ríkjum á bug fyrr í desember, Pennsylvanía var þar á meðal.

Allmargir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa þegar viðurkennt kjör Bidens í kjölfar þess að kjörmannaráðið staðfesti kjör Bidens, þeirra á meðal Mitch McConnell, leiðtogi þeirra. Þeir hafa sömuleiðis aftekið með öllu þá hugmynd að þingið snúi niðurstöðum kosninganna.