
Varðskipsmenn sóttu innilyksa fólk og ketti
Lögregla sótti fólkið þangað og kom því á brott úr bænum, en hann er nú lokaður eftir að öll hús voru þar rýmd í fyrradag vegna aurskriðanna sem þá féllu.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafði fólkið samband við lögreglu í gær og bað um að verða sótt.
Þórður Atli Eiríksson, einn þeirra sem varðskipsmenn sóttu í gærkvöld, sagði í viðtali við RÚV í gær að þau hefðu ekið eins langt burt frá fjöllunum og þau komust þegar stóra skriðan féll í fyrradag.
Sjá einnig: „Keyrðum eins langt í burtu frá fjöllunum“
Týr hélt úr höfn í Reykjavík í fyrradag og verður til taks á Seyðisfirði ef á þarf að halda. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO er nú á leiðinni þangað með fulla áhöfn og lækni og verður lögreglu og sérfræðingum á svæðinu til aðstoðar.