Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Um 22% samdráttur í nýskráningum bíla á árinu

20.12.2020 - 04:57
Mælaborð í bíl.
 Mynd: Daniel Nanescu - Splitshire
Næstum fjórði hver nýskráður bíll á árinu 2020 er algerlega rafdrifinn og samtals yfir 55% eru að einhverju eða öllu leyti rafknúnir.

Á vef FÍB segir að hlutdeild rafmagnsbíla sé 24,%, bensínbíla 23,7%, dísil 19,7%, tengiltvinn 19% og hybrid 12,8%.

Alls hafa 8.879 nýir fólksbílar verið skráðir hér á landi það sem af er árinu, sem nemur rúmlega 22% samdrætti miðað við sama tíma á síðasta ári.

Flestar nýskráningar voru í júlí, tæplega fimmtán hundruð en 372 í apríl þegar þær voru fæstar. Langflestir nýir bíla þess árs eru til almennrar notkunar en bílaleigubílar eru tæplega 23 prósent af öllum nýskráðum.