Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ökumaður stöðvaður á Selfossi eftir vítaverðan akstur

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Akstur fólkbifreiðar var stöðvaður í hringtorgi vestan Selfoss með því að lögreglubifreið var ekið utan í hana.

Lögreglubílar höfðu verið sendar frá Selfossi og umferðardeild Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um að bifreið sem rásaði mjög til á Suðurlandsvegi vestan við Litlu Kaffistofuna seint í gærkvöldi.

Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi segir að lögreglumenn hafi gefið ökumanninum merki um að stöðva á Hellisheiði sem hann hafði að engu. Honum var fylgt eftir allt að Selfossi þar sem gripið var til þess bragðs að aka utan í bifreið hans eins og áður sagði.

Bifreiðin snerist og stöðvaðist, ökumaðurinn handtekinn og komið fyrir í fangageymslu á Selfossi þar sem hann verður yfirheyrður á morgun. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að mildi megi teljast að engin slys hafi orðið vegna vítaverðs aksturs mannsins.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV