Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Neyðarfundur bresku stjórnarinnar í fyrramálið

epa07855434 British Prime Minister Boris Johnson meets with Emir of Qatar, Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani (not seen) at 10 Downing Street in Central London, Britain, 20 September 2019.  EPA-EFE/WILL OLIVER / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA Pool
Boðað hefur verið til neyðarfundar bresku ríkisstjórnarinnar í fyrramálið, eftir að allmörg ríki settu bann á ferðir frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.

Talsmaður Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að til standi að meta stöðuna einkum með tilliti til vöruflutninga til landsins.

Í dag var tilkynnt að lokað hefði verið fyrir alla umferð frá höfninni í Dover á suðurströnd Englands. Í tilkynningu frá hafnarstjórninni kemur fram að það sé vegna landamæralokana í Frakklandi. Lokunin taki bæði til farþega- og vöruflutninga. 

Farþegum sem koma með ferjum frá Bretlandi verður meinað að stíga á land í Hollandi  eftir því fram kemur í yfirlýsingu þarlendra stjórnvalda síðdegis í dag, sunnudag. Fyrr í dag var tekið fyrir allt farþegaflug frá Bretlandi.