Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Netanjahú bólusettur fyrstur Ísraela

20.12.2020 - 00:38
epa08894574 Israeli Prime Minister Minister Benjamin Netanyahu (R) receives a coronavirus disease (COVID-19) vaccine at Sheba Medical Center in Ramat Gan, Israel, 19 December 2020.  EPA-EFE/AMIR COHEN / POOL
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, varð í dag fyrstur þarlendra til að fá bólusetningu gegn COVID-19. Hann og Yuli Edelstein heilbrigðisráðherra fengu bóluefni Pfizer-BioNTech í beinni útsendingu frá Sheba læknamiðstöðinni í Ramat Gan nærri Tel Aviv.

Með því að verða fyrstur segist Netanjahú vilja setja löndum sínum gott fordæmi og hvetja til bólusetningar. Forsætisráðherrann kvað tilkomu bóluefna gegn kórónuveirunni marka endalok hennar og sagðist bjartsýnn á að fljótlega færðist lífið í landinu í samt horf.

Hafist verður handa við að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk um allt land á morgun sunnudag, samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Ísraels. Innan viku tekur við bólusetning almennra borgara sextíu ára og eldri en markmiðið er að gefa 60 þúsund skammta á degi hverjum.

Ísraelsstjórn samdi við Pfizer um að kaup á átta milljón skömmtum af bóluefni þess sem dugar til að bólusetja helming landsmanna. Sömuleiðis var gerður samningur við Moderna um sex milljónir skammta.

Í frétt Al Jazeera af málinu segir að bóluefni sé ekki ætlað Palestínumönnum á vesturbakkanum, það sé hlutverk palestínskra yfirvalda þar að útvega þeim bóluefni.