
Kynjajafnrétti og alþjóðasamskipti rædd á NB8 fundi
Á fundinum lýstu ráðherrarnir áhyggjum yfir því að merki væri um afturför í jafnrétti kynjanna, jafnvel í nágrannaríkjunum. Ráðherrarnir voru sammála um að standa beri í sameiningu vörð um alþjóðlega sátt um það að mannréttindi kvenna séu virt.
Jafnframt var rætt um mikilvægi samstarfs við Bandaríkin um öryggis- og varnarmál og eins um áhyggjur ráðherranna af stöðu mannréttinda í Hvíta-Rússlandi. Samskipti við Tyrkland og deilan um Nagorno-Karabakh voru einnig rædd á fundinum.
Í tengslum við umræður um stöðu heimsmála á timum kórónuveirufaraldursins kveður Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra einsýnt að fjarfundafyrirkomulagi verði haldið áfram að faraldrinum yfirstöðnum.
Þannig fundir geri kleift að ræða reglulega saman og jafnframt draga úr kostnaði og kolefnisfótspori.