Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Íbúar Betlehem láta COVID ekki hamla jólagleðinni

20.12.2020 - 04:18
epa07202376 A crowd attends the ceremony of lighting the Christmas tree of the Nativity Church in the West Bank city of Bethlehem, 01 December 2018.  EPA-EFE/ABED AL HASHLAMOUN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jólaundirbúningurinn gengur vel í Betlehem og kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta kórónuveirufaraldurinn standa í vegi fyrir hátíðleikanum þetta árið.

Á vef BBC kemur fram að ætlunin sé að láta verða af hátíðahöldum í borginni, með breyttu sniði, þrátt fyrir að kórónuveirutilfellum hafi fjölgað mjög undanfarið á Vesturbakkanum.

Miðnæturmessa verður haldin í fæðingarkirkju frelsarans án þess að nokkur verði viðstaddur og hljómsveitir skáta sem vanalega fara í broddi fylkingar við hátíðahöldin æfa stíft þrátt fyrir faraldurinn en þær fara fyrir göngu patríarkans að fæðingarkirkjunni.

Hefð er fyrir skátastarfi sem rekja má allt aftur til þess tíma þegar Bretar réðu ríkjum á svæðinu. Skátarnir sjálfir vonast nú til að geta fært heiminum boðskap gleði og fögnuðar.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV